logo

Aðstaðan okkar

Við erum staðsett í nýuppgerðri aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri.

Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.

Við viljum gjarnan að fólk upplifi frið og ró þegar það kemur til okkar og að stofan taki svolítið utan um fólkið okkar. Við teljum að því markmiði hafi verið ágætlega náð á nýju stofunni okkar.

Auk æfingarýmis sem sjúkraþjálfarar nýta í einstaklingsmeðferðir, er 72 fm hópæfingasal innan aðstöðunar sem hentar vel undir fræðslur og námskeið fyrir minni hópa. Hægt er að leigja út salinn fyrir slíka viðburði eða námskeið utan almenns opnunartíma stofunnar.

Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á eydis@sjukak.is