Lýsing á hóptímum
Jóga & öndun
Marjolijn er Hatha yoga kennari og leggur áherslu á í gegnum jóga að auka hreyfanleika í liðum, styrkja vöðva sem styðja við liðina, róa taugakerfið í gegnum hægar hreyfingar og öndun og róa taugakerfið. Jóga hefur marga kosti og hentar vel fyrir flesta sem eiga við verkjavanda að stríða.
Bakheilsa
Bakheilsutímarnir eru hugsaðir fyrir alla þá sem glíma við vandamál í baki og mjöðmum eða hafa farið í aðgerðir á því svæði. Það verður farið í gegnum stutta fræðslu og síðan unnið með æfingar, líkamsstöðu og aðferðir til að beita sér í daglegu lífi.
Hreyfiflæði / Hreyfiflæði +
Klassískt hreyfiflæði þar sem við liðkum og styrkjum bandvefskerfi líkamans með fjölbreyttum hreyfiflæði æfingum og endum á dásamlegri slökun. Í hreyfiflæði + er unnið með hreyfiflæði/Fysioflow auk sérvalinna styrktaræfinga.
Styrkur & jafnvægi
Fjölbreytt styrktarþjálfun þar sem unnið er með helstu vöðvahópa líkamans í formi stöðvaþjálfunar í bland við ýmsar útgáfur af jafnvægis æfingum. Hver tími hefst á léttri upphitun og sérhæfðum æfingum fyrir djúpvöðvakerfi líkamans sem allir hafa gagn af.
Konutímar
Mjúk, styrkjandi og liðkandi leikfimi fyrir 60+ ára konur með stoðkerfisvanda og vilja reglulega þjálfun. Í boði að æfa einu sinni til tvisvar í viku.
Styrkur & Teygjur
Styrktarþjálfun með teygjum og léttum handlóðum með áherslu á að styrkja kvið, bak og mjaðmir sem er þessi sterka miðja eða “kjarni” sem við vinnum allar hreyfingar út frá.
ME-hópur
Sérstakir tímar fyrir ME/CFS/Long Covid greinda þar sem áhersla er lögð á að slaka á taugakerfinu, losa um spennu í bandvefskerfinu, örva sogæðakerfið og djúpa öndun. Lokaður hópur en hægt að senda fyrirspurn um pláss á umsjónarþjálfara.
Morgunliðkun
45 mín. tími þar sem sjúkraþjálfari leiðir hópinn í gegnum liðkandi æfingar og teygjur með áherslu á að liðka axlir, bak og mjaðmir. Tilvalið fyrir þá sem finna fyrir stirðleika og verkjum og vilja auka liðleika, vellíðan og heilsu í liðum.
Styrkur & Þrek
Skemmtileg og fjölbreytt hópþjálfun með áherslu á styrktaræfingar í bland við létta þolþjálfun. Hóptíminn er fyrir alla sem vilja koma hreyfingu inn í daglega rútínu hjá sér og upplifa aukið þrek til að takast á við daginn. Í boði tvisvar í viku.
Krabbameinshópur
Hópþjálfun fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, hvort sem einstaklingur er nýgreindur, í meðferð eða hefur lokið meðferð. Fjölbreyttar æfingar sem hægt er að útfæra og aðlaga að getu hvers og eins, með það markmið að byggja upp eða viðhalda styrk, þoli og jafnvægi. Tilvalinn hópur fyrir fólk í sömu stöðu að hittast og hreyfa sig saman.
Axlarhópur
...
Karlatími
Fjölbreytt styrktarþjálfun í bland við liðkandi æfingar fyrir karlmenn á öllum aldri. Tímarnir byggja fyrst og fremst á stöðvaþjálfun þar sem unnið er með ketilbjöllur, handlóð og teygjur.